Framkvæmdir við lagningu Dalsbrautar hefjist í haust

Stefnt er að því að framkvæmdir við lagningu Dalsbrautar, milli Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar verði boðnar út næsta haust, að sögn Odds Helga Halldórssonar formanns framkvæmdaráðs.  Megin þungi framkvæmdanna mun þó fara fram á næsta ári.  

Oddur segir að viðræður standi yfir við fulltrúa KA vegna fyrirhugaðra framkvæmda og hann er vongóður um þetta mál verði leyst í sátt við KA, skólayfirvöld og íbúa á þessu svæði. Nú stendur yfir vinna við deiliskipulag og hönnum Dalsbrautar og frekari undirbúning. Oddur segir að jafnramt sé fyrirhugað að ráðast í framkvæmdir í Þingvallastræti á árinu en um er að ræða kaflann milli Þórunnarstrætis og Mýrarvegar. Að auki verður ráðist í einstaka viðgerðir og lagfæringar á götum á árinu.

Nýjast