20. mars, 2011 - 12:55
Fréttir
Fasteignir Akureyrarbæjar hafa auglýst eftir tilboðum í uppsteypu og utanhúsfrágang á öðrum áfanga Naustaskóla. Áfanginn mun
hýsa svokallað heimasvæði, verkgreinastofur, starfsmannarými, miðrými/sal, anddyri skólans og íþróttahús. Byggingin verður
um 3.900 fermetrar og að mestu leyti á einni hæð.
Fyrri hluta framkvæmdanna skal að fullu lokið eigi síðar en 15. desember nk. og verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 2012. Í
fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir um 400 milljónum króna til framkvæmda við Naustaskóla á þessu
ári.