Frá Nuuk til Akureyrar

Dr. Joan Nymand Larsen, deildarstjóri hjá  Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var nýlega kosin forseti IASSA (International Arctic Social Sciences Association) til þriggja ára.

 

Skrifstofa samtakanna mun því flytjast frá Nuuk á Grænlandi til Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri þegar hún tekur við embættinu, 1. október 2008. Starfstímabili Joan og átta manna ráðs IASSA lýkur með sjöunda þingi IASSA sem haldið verður á Akureyri sumarið 2011.

Nýjast