Forfallinn aðdáandi íslensku flórunnar

Brynhildur kann vel við sig út í náttúrunni.
Brynhildur kann vel við sig út í náttúrunni.

Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og nú er komið að Brynhildi Bjarnadóttur dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að náttúruvísindum í víðum skilningi. Bæði hefur hún unnið að rannsóknum á skógarvistkerfum auk þess að vinna að rannsóknum sem snúa að því hvernig efla megi kennslu náttúruvísindagreina innan skólakerfisins. Brynhildur er fædd og uppalin á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1994. Þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk B.S. prófi í líffræði árið 1997. Árið 1999 lauk Brynhildur prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama háskóla. Brynhildur er með doktorspróf í skógvistfræði frá Háskólanum í Lundi. „Ég er svo heppinn að vera með nokkuð vítt rannsóknasvið og hef áhuga á öllu sem snýr að náttúru og umhverfi,“ segir Brynhildur. „Ég hef þó einkum fengist við rannsóknir á kolefnishringrásum skógarvistkerfa en það er fræðasvið sem ekki hefur verið mikið kannað hérlendis, enda Ísland ekki beinlínis þekkt sem mikið skógarland. Skógar eru hins vegar afar mikilvægir á heimsvísu við að vinna gegn loftslagbreytingum enda eru þeir mikilvirkustu lífverur jarðar í að fanga CO2 úr andrúmslofti. Þessar skógarrannsóknir mínar hafa sýnt mér að í skógrækt felast fjölmörg tækifæri til að græða upp landið okkar, binda kolefni og um leið búa til vistkerfi sem er sjálfbært og laðar að sér bæði dýr og menn.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast