Erlendir ferðamenn hafa verið í meirihluta undanfarin ár í Lystigarðinum og Björgvin á ekki von á að breyting verði þar á í sumar, þrátt fyrir svartsýnar spár Ferðaþjónustunnar. „Það verður kannski einhver fækkun af flugfarþegum en við fáum öll skipin og þau hafa aldrei verið fleiri en verða í sumar. Þannig að ég reikna alveg með svipaðri aðsókn og hefur verið," segir Björgvin.