Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Frá vettvangi í gærkvöld. Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir.
Frá vettvangi í gærkvöld. Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir.
Maðurinn sem slasaðist í eldsvoða á Akureyri í gær var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöld. Eldur uppgötvaðist í einu af elstu húsum bæjarins upp úr klukkan sjö í gærkvöld. Nágranni varð þá var við reyk. Frá þessu er greint á vef Rúv.
 

Slökkvilið Akureyrar hóf þegar slökkvistarf. Reykkafarar voru sendir inn og fundu þeir rænulausan mann á miðhæð hússins. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan til Reykjavíkur. Tekist hafði að slökkva eldinn fyrir miðnætti í gærkvöld en þá var ennþá mikill hiti og reykur í húsinu.

Vörður var staðinn við húsið í alla nótt. Rannsókn á upptökum eldsins hefst í dag.

Fram kom í viðtali við Ólaf Stefánsson slökkviliðsstjóra í fréttum RÚV í gærkvöld að húsið væri mjög illa farið og yrði líklega rifið. Rífa þurfti þakið af húsinu til að slökkva eldinn.


Nýjast