Fjórir frá SKA keppa á HM í alpagreinum

Fjórir keppendur frá SKA verða í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem hófst í Þýskalandi í gær. Þetta eru þau Íris Guðmundsdóttir, Sigurgeir Halldórsson, Katrín Kristjánsdóttir og Gunnar Þór Halldórsson.

Alls eru sjö keppendur frá Íslandi á mótinu en auk fyrrnefndra keppenda eru það Björgvin Björgvinsson, Jón Gauti Ástvaldsson og Brynjar Jökull Guðmundsson. Allir keppendurnir hefja leik fimmtudaginn 17. febrúar.

Nýjast