Fjórir einstaklingar voru fluttir á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kom upp í íbúð
við Eiðsvallagötu í morgun. Slökkvilið Akureyrar er enn að störfum en búið er að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá
Neyðarlínunni.