Fjölskyldu- og afmælishátíð ADHD samtakanna

ADHD samtökin fagna 25 ára afmæli um þessar mundir og efna af því tilefni til afmælishátíðar á sunnudaginn, 9. júní kl. 14 - 17 Boðið er til afmælishátíðar að Hömrum ofan Akureyrar.

Boðið verður upp á pylsur, hoppukastala, poppkorn, drykki, andlitsmálningu og annað óvænt.

 Þá verður hægt að fara í bátsferð, skoða hunda og fara á hestbak.

 Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Nýjast