Fjögur hönnunarfyrirtæki að hefja starfsemi við Ráðhústorg

Fjögur ný fyrirtæki eru að hefja starfsemi að Ráðhústorgi 7 á Akureyri. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera með skapandi starfsemi, þó að mismunandi toga. Þetta eru arkitektastofan Breyta, ljósmyndastofan Guðrún Hrönn Fótografía og fatahönnunarfyrirtækin ODDdesign og Múndering & Tóta.  

Föstudaginn 15. apríl verður opið hús milli 12-18, þar sem gestum og gangandi er boðið að kíkja inn og kynna sér þjónustuna. Í framhaldi af því opna fyrirtækin fyrir almenna starfsemi. Það er von aðstandenda þessara fyrirtækja að með því að sameinast undir sama þaki munu fyrirtækin hljóta styrk af hvort öðru og að í húsnæðinu skapist suðupottur nýsköpunar. Breyta arkitektar er ungt arkitektúr- og hönnunarfyrirtæki á Akureyri. Markmið Breytu arkitekta er að gera hönnunarþjónustu aðgengilega og auðvelda viðskiptavinum okkar að taka virkan þátt í hönnunarferlinu.Þegar farið er af stað með verkefni koma oft fram breytur sem ekki voru fyrirséðar og því er forsenda vandaðrar hönnunnar náið samstarf og góður undirbúningur. Hjá Breytu arkitektum er hvert verkefni einstakt. Að þeim koma mismunandi aðilar og notendur og því er hvert verkefni ætíð unnið á þeim forsendum. Breyta arkitektar eru opin fyrir nýjum hugmyndum og vilja taka þátt í krefjandi og spennandi verkefnum sem miða að því að kanna og nýta möguleika í umhverfinu.

ODDdesign er fatahönnunarfyrirtæki stofnað af Helgu Mjöll Oddsdóttur. Helga er lærður fata-og textílhönnuður frá UCC háskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert við búningagerð fyrir kvikmyndir, leikhús og auglýsingar. ODDdesign er stofnað með það að markmiði að framleiða fallegan, þægilegan og vandaðan fatnað í litlu upplagi. Fyrirtækið hefur aðsetur að Ráðhústorgi 7 á Akureyri , er þar með opna vinnustofu þar sem Helga hannar og saumar allar ODDdesign vörur.

Fótografía er ljósmyndastofa stofnuð af Guðrúnu Hrönn Jónsdóttur. Markmið stofunnar er að bjóða uppá listrænar og einstakar myndir. Guðrún Hrönn sérhæfir sig í bumbu, nýbura, brúðkaups og fyrirtækja ljósmyndun.En býður að sjálfsögðu uppá myndatökur við öll tækifæri. Guðrún Hrönn er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands, hún hefur farið í hina ýmsu ljómyndaskóla t.d. ljósmyndaskóla Sissu ásamt því að vera með sveinspróf í ljósmyndun.

Múndering & tóta er opin vinnustofa þeirra Eidísar önnu textíl og fatahönnuðar & Þórhildar Bjarkar hönnuðar. Eidís Anna  lærði textíl og fatahönnun í listaháskóla íslands. Hefur unnið bæði í kvikmyndum og sjónvarpi þ.a.m. Flags of our fathers, lazytown og fyrir innlenda dagskrárgerð.  Eidís hefur unnið í Tískuvikum í New York og París fyrir fræga fatahönnuði t.d Martine sitbon, threeasfour og Sharon Wauchob. Eidís hannar föt fyrir börn og skvísur á öllum aldri með sérsktaka áherslu á að fötin séu flott, þægileg og einstök því Eidís vinnur mikið efnin sjálf.  Þórhildur Björk hefur átt og starfað í mörgum verslunum og lengi unnið við sína eigin hönnun en hefur kannski ekki farið mikið fyrir henni fyrr en nú gefst öllum færi á að kíkja.  múndering & tóta með opna vinnustofu þar sem öllum er velkomið að koma við og skoða allskonar skemmtilega hönnun frá skarti, töskum upp í allskyns fallegar og skemmtilegar flíkur.

Nýjast