21. júní, 2010 - 10:32
Fréttir
Stjórnvöld hafa ákveðið að verja 500 milljónum til átaks um viðhald opinberra fasteigna um land allt. Af þeirri
upphæð koma sextíu milljónir í hlut Sjúkrahússins á Akureyri.
Samkvæmt frétt frá FSA hefur framkvæmdastjórn sjúkrahússins ákveðið að fimmtíu milljónum skuli varið til
að ljúka endurnýjun á húsnæði legudeilda á Kristnesspítala en það húsnæði er frá 1927. Tíu
milljónum verður varið til að endurnýja lagnakerfi í A-byggingu sjúkrahússins sem er frá 1953. Ljóst er að þessi
viðbótar fjárveiting skiptir verulegu máli fyrir FSA, auk þess að hafa jákvæð áhrif á atvinnuástand hér á
svæðinu.