Fimm verkefni fengu samtals 6 milljónir króna

Þriðja og síðasta úthlutun ársins úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010 fór fram á haustfundi AFE í liðinni viku. Sem fyrr var mikil ásókn eftir verkefnaaðild Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en alls bárust 13 umsóknir og var óskað samtals eftir ríflega 22 milljónum króna. Vaxtarsamningurinn samþykkti að þessu sinni þátttöku í 5 verkefnum og ver til þeirra samtals 6 milljónum króna.  

Þau verkefni sem Vaxtarsamningurinn samþykkti að taka þátt í eru: Samráðshópur um eflingu millilandaflugs til Akureyrar, en verkefnið felst í ráðningu verkefnisstjóra vegna átaks í kynningu og markaðssetningu á millilandaflugi til Akureyrar árið 2011 og hlaut verkefnið 1,5 milljónir króna í styrk. Norðurskel ehf, Hrísiðn fékk einnig 1,5 milljónir króna til markaðssetningar náttúruafurða frá Hrísey og þá fékk Undirbúningsfélag um lífræna framleiðslu í Dalvíkurbyggð  sömuleiðis 1,5 milljón til að vinna að verkefni um lífræna byggðaþróun í sveitarfélaginu.

Paradísarland ehf, Vífilfell, SMI hlaut 750 þúsund króna styrk til að koma á fót leiksvæði fyrir börn ásamt afþreyingu fyrir fullorðna innandyra á Akureyri, RHA, Köfunarfyrirtækið Sævör ehf, Teikn á lofti ehf. fékk 750 þúsund krónur í styrk úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til að koma á fót fót upplýsingavefgátt fyrir almenning um líffræðilegan fjölbreytileika á grunnslóð við Ísland.

Nýjast