FH og Akureyri mætast í þriðja sinn í röð í kvöld

Þriðji hluti N1-deildar karla í handbolta hefst í kvöld en þá mætast meðal annars FH og Akureyri í þriðja skiptið á átta dögum. Liðin hafa mæst tvisvar á Akureyri í bikar og deild og hafa norðanmenn haft betur í bæði skiptin.

Nú verða hins vegar FH-ingar á heimavelli og hefst leikurinn í Kaplakrika kl. 18:30.Akureyri hefur sex stiga forskot á toppnum á Fram með 25 stig. FH situr í fjórða sæti með 17 stig. FH-ingar munu væntanlega leggja allt í sölurnar í kvöld til þess að leggja norðanmenn að velli eftir tvö töp í síðustu viku.

Aðrir leikir kvöldsins eru:

Fram-Afturelding

HK-Valur

Selfoss-Haukar

Allir þessir þrír leikir hefjast kl. 19:30.

Nýjast