Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja á Dalvík segir að fiskurinn verði fluttur út með flugi í kvöld og að hann verði kominn á markað í Frakklandi í fyrramálið. Markaður fyrir ferskan fisk er sérstaklega góður í Frakklandi í páskavikunni, að sögn Gests. Togarinn Baldvin NC, er í eigu Deutsche Fishfang Union GmbH (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Togarinn hét áður Baldvin Þorsteinsson EA og var í eigu Samherja.