Félagsaðstaða fyrir aldraða verður í Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt tillögu Guðmundar Jóhannssonar sveitarstjóra, um að ráðist verði í framkvæmdir við norðurhluta heimavistarhúss Hrafnagilsskóla svo þar megi taka til starfa ný aðstaða Félags aldraðra á 20 ára afmæli félagsins sem verður á vormánuðum 2009.  

Ráðgert er að verkefnið verði unnið í samráði við Félag aldraðra. Fyrir liggur kostnaðaráætlun upp á 7,2 milljónir króna og í fjárhagsáætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir fjárveitingu til verkefnisins.

Nýjast