Félagssvæði FVSA nær yfir Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu vestan Vaðlaheiðar. Fyrsti formaður FVSA var Halldór Aspar og fram til ársins 1954 var þriggja manna stjórn. Fyrsta konan Ragnheiður Jónsdóttir settist í stjórn árið 1936 í stöðu ritara. Árið 1937 varð Kristbjörg Dúadóttir formaður félagsins og gegndi því um tveggja ára skeið, segir m.a. á vef félagsins. Núverandi formaður er Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Á skrisfstofu félagsins í Skipagötu 14 eru nú þrír starfsmenn í fullu starfi, Úlfhildur formaður, Kristín Þorgilsdóttir og Eiður Stefánsson og í hálfu starfi er Guðrún Guðmundsdóttir. Á Siglufirði er félagið aðili að rekstri skrifstofu stéttarfélaganna að Eyrargötu 24b, starfsmaður þar er Margrét Jónsdóttir.