„Fegurðin er mæld í kótelettum“

Kúti við garðslátt við Sigtún á sínum yngri árum á gömlum traktor sem hann hafði fest kaup á. Aðsend…
Kúti við garðslátt við Sigtún á sínum yngri árum á gömlum traktor sem hann hafði fest kaup á. Aðsend mynd.

Aðalsteinn Árni Baldursson er líklega best þekktur sem verkalýðsforingi enda verið formaður Framsýnar stéttarfélags lengur en margar kyn slóðir muna. Aðalsteinn sem oftast gengur undir nafninu Kúti í nær samfélaginu, og við höldum okkur við það í þessum texta; er einnig gangnaforingi í Húsavíkurrétt eða fjallkóngur eins og það er gjarnan kallað. Þá er Kúti formaður fjáreigendafélags Húsavíkur og hefur gegnt því embætti lengst af frá stofnun þess 16. júlí 1983. Ég heimsótti Kúta fyrir skemmstu og ræddi við hann um merkileg tímamót og hvernig tímarnir hafa formað þennan mikla áhuga bónda sem að eigin sögn ræktar besta féð á Húsavík og það þótt víðar væri leitað. Kúti verður sextugur á þessu ári en það eru ekki einu tímamót hans á árinu því um síðustu helgi var réttað í Húsavíkurrétt og tók þessi stolti fjárbóndi þá þátt í göngum í fimmtugasta sinn. Þegar Kúti var að verða 10 ára byrjaði hann að ganga á fjall eftir fé með föður sínum sem var áhugabóndi á Húsavík ásamt mörgum fleirum. „Þetta var sérstakur söfnuður sem átti kindur á þessum tíma enda var þetta líka hluti af lífsbaráttu þessara tíma. Menn voru að vinna fulla vinnu en áttu líka kindur til að brauðfæða fjölskyldur sínar,“ segir Kúti og bætir við að hann hafi strax drukkið í sig þennan áhuga á sauðfjárbúskap föður síns. „Frá þessum tíma, 1970 til dagsins í dag hef ég farið í göngur á hverju einasta ári. Hér áður fyrr voru oft settar upp þrennar göngur á haustin. Aðal göngur og síðan eftirleitir. Síðan hefur þetta breyst með tímanum í einar stórar göngur og síðan fara menn á bílum og gjarna með hunda í eftirleitir og handsama fé hér og þar og alls staðar. Svo nú í seinni tíð hefur áhugi á göngum aukist mikið. Þetta er orðið mikið sport og mikið af gestum og jafnvel erlent ferðafólk hefur verið að taka þátt í göngum með okkur.“ Göngum í ár var flýtt vegna veðurs, þær áttu að fara fram 12. september en fóru fram nú á laugardaginn 5. september. Göngurnar fóru fram með talsvert breyttu sniði í ár vegna títt um ræddrar kórónuveiru. En aðgengi utanaðkomandi var bannað og samneyti gangnamanna var takmarkað. „Auðvitað verð ég að virða þessar takmarkanir en það hefði verið gaman að halda upp á þessi tíma mót og bjóða upp á veitingar og annað slíkt, en það bíður bara betri tíma,“ útskýrir Kúti.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast