Alls komu 57 skemmtiferðaskip til Akureyrar sl. sumar, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Í áhöfn skipanna sem komu sl. sumar voru tæplega 23.200 manns, eða heldur fleiri en árið 2009. Farþegar og áhafnarmeðlimir skemmtiferðaskipa sl. sumar voru því um 79.000 talsins og fjölgaði um rúm 13% á milli ára. Þróunin hefur verið sú að skipunum hefur verið að fækka lítillega en á móti kemur að þau eru mun stærri. Langflestir farþegar síðasta sumar voru Þjóðverjar, eða 23.068 talsins, Bretar voru 11.695, Bandaríkjamenn 6.663, Frakkar 2.694 og Ítalír 2.358.
Ráðgert að fjöldi skipakoma næsta sumar verið svipaður og sl. tvö sumur og að með þeim komi um 52.000 farþegar og 22.500 áhafnameðlimir. Fyrsta skipið er væntanlegt til Akureyrar um miðjan maí.