Dagnýjarmótið, fyrsta FIS-mótið í alpagreinum í vetur, var haldið í Hlíðarfjalli í vikunni og lauk í gær. Keppt var í svigi í karla-og kvennaflokki.
Fanney Guðmundsdóttir frá Reykjavík stóð sig best í kvennaflokki en hún sigraði í báðum mótunum. Brynjar Jökull Guðmundsson frá Víkingi sigraði í karlaflokki á fyrri deginum en á seinni deginum var það Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sem sigraði.