Þetta er annað barn þeirra Vilborgar og Arnars en fyrir áttu þau soninn Skírni Daða, sem er fjögurra ára. Drengurinn var 17,5 merkur við fæðingu og 56,5 cm. Að sögn Vilborgar gekk fæðingin vel, þótt aðdragandinn hafi verið nokkuð langur. Sl. nótt fæddist svo eitt barn til viðbótar á fæðingardeild FSA og fram til áramóta er von á nokkrum fæðingum til viðbótar. Flestar fæðingar, frá stofnun deildarinnar árið 1954, voru árið 1990, eða 461 fæðing en þann 11. nóvember sl. var það met slegið. Í ár eru fæðingarnar því orðnar 501 og þar af sex tvíburafæðingar. Á síðasta ári voru fæðingar 446 en þeim fjölda náði deildin um mánaðamótin október-nóvember sl. Á síðastliðnum tíu árum hefur meðalfjöldi fæðinga á fæðingadeild FSA verið 433.