Eurovision-húsið á Húsavík til sölu

Húsið sést í byrj­un kvik­mynd­ar­inn­ar þar sem helj­ar­inn­ar Eurovisi­on-partý er haldið og Lars …
Húsið sést í byrj­un kvik­mynd­ar­inn­ar þar sem helj­ar­inn­ar Eurovisi­on-partý er haldið og Lars upp­götv­ar draum sinn um að vilja sigra keppn­ina.

Við Héðins­braut á Húsa­vík stend­ur fal­legt og reisu­legt hús. Aðdá­end­ur Eurovisi­on-kvik­mynd­ar Will Fer­rell, Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Sage, ættu að kann­ast við húsið en í kvik­mynd­inni er það heim­ili Lars sjálfs sem Will Ferrel leikur, en greint er frá þessu á mbl.is.

Húsið er byggt árið 1903 og í því eru tvær íbúðir en íbúðin sem umræðir er á efri hæð húss­ins. Það er hannað í ein­stak­lega fal­leg­um stíl líkt og mörg hús frá þess­um tíma. Fransk­ir hvít­málaðir glugg­ar eru í hús­inu sem setja svip sinn á það. 

Þrjú svefn­her­bergi eru í íbúðinni, tvö í ris­inu og eitt á miðhæðinni þar sem einnig er að finna eld­hús, baðher­bergi og stofu.

Húsið stend­ur við hornið á Héðins­braut og vegs­ins niður að höfn­inni og er með fal­legu út­sýni niður að hafn­ar­svæðinu sem einnig bregður fyr­ir í kvik­mynd­inni. 

Að því er fram kem­ur í Sögu Húsa­vík­ur byggðu bræðurn­ir Aðal­steinn og Páll Kristjáns­son húsið. Þeir bræður voru ættaðir úr Mý­vatns­sveit og voru gift­ir systr­un­um Helgu og Þóru Guðnadætr­um. Um ára­bil ráku Aðal­steinn og Páll versl­un í aust­ur­hluta húss­ins. Húsið var lengi kallað Aðal­steins­hús og svo seinna Páls­hús, segir í frétt mbl.is.

 


Athugasemdir

Nýjast