21. október, 2010 - 12:58
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi frá Guðmundi Hallvarðssyni stjórnarformanni f.h. stjórnar
Sjómannadagsráðs þar sem vísað er í bréf dags. 16. febrúar 2010 til fyrrum bæjarstjóra. Stjórnin ítrekar
það erindi þótt staðsetning væntanlegs hjúkrunarheimils verði á öðrum stað en þeim sem tiltekinn er í fyrrnefndu
bréfi.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna áfram að málinu. Í fyrrnefndu
bréfi Guðmundar frá því febrúar, var óskað eftir eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu
Sjómannadagsráðs og Hrafnistu að uppbyggingu á Oddeyrinni. Er þar um að ræða þjónustu fyrir eldri borgara, hjúkrunarheimili,
þjónustumiðstöð og öryggis- og þjónustuíbúðir.