Sýni voru tekin við afrennsli verksmiðjunnar, við ströndina milli Oddeyrartanga og Krossaness, framan Oddeyrartanga og á miðjum firðinum framundan
verksmiðjunni í Krossanesi. Sýnin eru því tekin á svæði allt frá fjörunni við verksmiðjuna í um 3 kílómetra
fjarlægð, segir í fréttatilkyningu frá stjórn Becromal Iceland ehf.
Í meðfylgjandi niðurstöðuyfirliti frá Matís er vísað til þess að þau sýrustigsgildi sem sýnin sýndu séu
innan eðlilegra marka fyrir sjó.
Aðgerðir skila árangri
Verksmiðja Becromal losar í dag á bilinu 30-70 rúmmetra af frárennsli í sjó á klukkustund og er þar að meginuppistöðu um
að ræða skolvatn sem notað er til þrifa á vélbúnaði verksmiðjunnar. Fyrsta vél verksmiðjunnar var gangsett sumarið 2009 og
síðan þá hafa að jafnaði 3 vélar bæst við í hverjum mánuði. Með auknum vélbúnaði hefur frárennslisvatn
eðlilega aukist og síðustu vikur varð vart við tíðari sveiflur í sýrustigsgildi þess. Samkvæmt starfsleyfi Becromal eiga
sýrustigsmörk í affalli hennar að vera á bilinu 6,5 til 9,5 en í einstökum tilvikum fóru sýrustigsgildi upp fyrir þessi mörk og
niður fyrir þau. Þetta gerðist í skamman tíma í senn.
Búnaði í verksmiðjunni er ætlað að bregðast við sveiflum sem þessum og jafna sýrustig affallsins. Þegar ljóst var að hann
reyndist hann ekki ráða við sveiflurnar var ráðist í verulegar endurbætur og breytingar kerfinu til að tryggja að frárennsli væri alltaf
innan marka. Þessu verkefni var lokið á föstudag og hefur frárennsli síðan verið stöðugt og innan vel innan marka. Þrátt fyrir
það verður gripið til enn frekari öryggisráðstafana á þessum þætti í verksmiðjunni í framhaldinu þannig að
þrepaskipt öryggiskerfi bregðist við ef eitthvað ber út af í búnaði.
Brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunar
Með þessum aðgerðum hefur fyrirtækið tryggt af fremsta megni úrbætur á athugasemdum Umhverfisstofnunar frá því á föstudag hvað varðar sýrustigsmörk í frárennsli. Breyting hefur einnig verið gerð á verkferlum til að tryggja að tilkynningar verði samstundis sendar stofnuninni ef frávik verða á sýrustigsgildi í affallsvatninu. Í þriðja lagi er væntanlegur búnaður til landsins í vikunni sem hefur þann tilgang að vakta stöðugt fósfór, en leiðnimælir hefur þegar verið settur upp. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar sl. föstudag voru þessi þrjú atriði tilgreind sem brot á starfsleyfi Becromal. Fyrirtækið hefur brugðist strax við með úrbótum, eins og áður segir, og mun kynna þær Umhverfisstofnun í samræmi við bréf hennar til Becromal Iceland ehf. á föstudag.
Stjórn Becromal Iceland ehf. lýsir ánægju með að sýni úr sjó í nágrenni verksmiðjunnar sanni að frávik frá sýrustigsmörkum í frárennsli hennar hafi ekki haft áhrif á lífríki sjávarins. Samt sem áður lítur stjórnin atburðarrás síðustu daga alvarlegum augum og allt verður gert til að slíkt endurtaki sig ekki í framtíðinni. Aflþynnuverksmiðja Becromal Iceland ehf. er í eðli sínu jákvæð fyrir umhverfið og öllu skiptir að bæði almenningur, stjórnvöld og starfsfólk geti borið fullt traust til fyrirtækisins og starfseminnar, segir ennfremur í fréttatilkynninguni.