Engar athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi KA svæðisins

Engar athugasemdir bárust við tillögu að deiliskipulagi KA svæðisins auk lóðar Lundarskóla, leikskóla og svæðis við Dalsbraut sem er unnið af X2 hönnun-skipulagi, í samvinnu við skipulagsdeild Akureyrarbæjar. Frestur til að gera athugasemdir rann út 5. nóvember sl.    

Málið var til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar í gær og þar kemur fram að óskað var eftir umsögn  Flugstoða á tillögunni. Ljósamöstur á KA svæðinu ganga upp fyrir hindranaflöt Akureyrarflugvallar og eru þau samþykkt eins og fram kemur á teikningum með því skilyrði að á topp þeirra verði sett rauð hindranaljós í samræmi við Flugvallarreglugerð. Ljósin skulu loga allan sólarhringinn og þannig tengd að ekki verði slökkt á þeim af vangá.
Skipulagsnefnd samþykkti að bæta við í greinargerð texta um rauð hindranaljós á ljósamöstur. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt þannig breytt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Nýjast