18. júlí, 2010 - 09:17
Fréttir
Sumartónleikaröðin í Akureyrarkirkju heldur áfram í dag, sunnudaginn 18. júlí kl. 17.00, en nú er það hin ástsæla
söngkona Ellen Kristjánsdóttir sem kemur fram ásamt Þorsteini Einarssyni gítarleikara. Á efnisskránni er hugljúf tónlist sem Ellen
er þekkt fyrir að flytja á sinn einstaka hátt og er aðgangur ókeypis.
Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir fæddist í San Fransisco en hefur búið í Reykjavík frá sjö ára aldri. Ellen hefur
sungið inn á fjölda geisladiska með ýmsum listamönnum, þar á meðal með hljómsveitinni Komboid og tríóinu Borgardætur.
Einnig hefur hún gefið út þrjá diska í eigin nafni.