Eldur í ruslagámum á fjórum stöðum í miðbænum um helgina

Slökkviliðið á Akureyri fór í tvö útköll í gærkvöld vegna elds í ruslagámum í miðbænum. Í fyrrinótt var liðið einnig kallað út vegna elds í ruslagámi og einnig á gamlárskvöld. Um helgina hafa þá orðið fjórir brunar í ruslagámum á fjórum stöðum í miðbænum.   

Svo virðist sem um íkveikjur sé að ræða i öllum þessum tilfellum og er það litið mjög alvarlegum augum ef það reynist rétt. Allir þessir gámar hafa staðið við hús og ávallt er hætta á að slíkur eldur breiðist út ef hann nær að magnast.  Það sem af er ári hefur verið meira að gera í eldútköllum en sjúkraútköllum en óvenju fáir sjúkraflutningar hafa verið það sem af er árinu.

Nýjast