Eldur í Eyjafjarðarsveit

Slökkvilið Akureyrar og lögregla voru kölluð út að bænum Nesi í Eyjafirði á fjórða tímanum í gær. Var tilkynnt um eld innan dyra á bænum og talsverðan reyk. Hjálparlið Dalbjargar í Eyjafjarðarsveit var þegar ræst út og var það mætt á staðinn með vatnsöflunarbúnað sinn á undan slökkviliði.   

Eldurinn var ekki mikill og minni en talið var í fyrstu. Greiðlega gekk að slökkva hann og engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglu kom upp eldur á bænum þegar tölvusnúra brann í sundur.

Nýjast