Þór sækir Val heim í kvöld í Vodafonehöllina kl. 20:00 er liðin mætast öðru sinni í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta um hvort liðið fylgi Þór Þorlákshöfn upp í úrvalsdeildina.
Ekkert annað en sigur dugir norðmönnum í kvöld eftir tap á heimavelli í fyrsta leik liðanna á föstudaginn var, 82:91. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast upp um deild og því geta Valsmenn klárað einvígið í kvöld.
Fari svo að Þór sigri í kvöld munu liðin leika hreinan úrslitaleik á miðvikudaginn kemur á Akureyri um hvort liðið leiki í Iceland Express deildinni næsta vetur.