Undirbúningsnefndinni barst ekki svar frá Ingu Lind Karlsdóttur. Nefndin mun því leita til þess einstaklings er næstur kom í röðinni skv. útreikningum landskjörstjórnar, en það er Íris Lind Sæmundsdóttir sem varð í 26. sæti við kosningu til stjórnlagaþings. Eftirtaldir einstaklingar hafa þekkst boð um að taka sæti í stjórnlagaráði í samræmi við ályktun Alþingis frá 24. mars 2011 (nöfn birt í stafrófsröð): Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Katrín Fjelsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson , Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir , Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson Gert er ráð fyrir að stjórnlagaráð komi saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 6. apríl 2011 kl. 2 síðdegis í húsakynnum ráðsins að Ofanleiti 2 í Reykjavík.