Einar Örn Jónsson, hornamaðurinn í liði Hauka, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann af Aga-og úrskurðarnefnd HSÍ og verður ekki með liðinu er Haukar sækja Akureyri heim annað kvöld í N1-deild karla í handbolta.
Einar hlýtur bannið vegna brots á leikmanni HK í leik liðanna í síðustu umferð. Þetta er mikil blóðtaka fyrir lið Hauka sem harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á tveimur stigum að halda á morgun.
Þá var Ásgeir Jóhann Kristinsson leikmaður 2. flokks Akureyrar dæmdur í eins leiks bann vegan óíþróttamannslega framkomu í leik Fram og Akureyrar á dögunum.