Einar Logi til Fredericia

Handknattleiksmaðurinn Einar Logi Friðjónsson hefur samið við danska liðið Fredericia sem leikur í 2. deild. Einar gerði eins árs samning við félagið en hann lék með 2. deildar liðinu Ribe-Esjberg á síðustu leiktíð. 

Einar fékk hins vegar lítið að spreyta sig þar og ákvað að söðla um þar sem hann var með lausan samning. Einar Logi er uppalinn KA-maðurinn en lék síðast með Akureyri hér á landi. Sagt er frá þessu í Morgunbaðinu í dag.

Nýjast