Deildarbikar HSÍ hefst í dag

Deildarbikar HSÍ hefst í dag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjögur efstu lið N1-deildarinnar taka þátt á mótinu. Í karlaflokki eru það Akureyri, Fram, FH og Haukar og í kvennaflokki er það Fram, Stjarnan, Valur og Fylkir.

Miðaverð er 1.000 kr fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri. Aðgöngukort HSÍ, A og B, gilda á leikina en ekki C kortin.

Leikjaplanið er eftirfarandi:

Mánudagur 27.desember 2010
Stjarnan – Valur kvenna kl.16.00 Undanúrslit
Fram – Fylkir kvenna kl.17.45 Undanúrslit
Fram – FH karla kl.19.30 Undanúrslit
Akureyri – Haukar karla kl.21.15 Undanúrslit
Þriðjudagur 28.desember 2010
Deildarbikar karla kl.18.15 Úrslit
Deildarbikar kvenna kl.20.00 Úrslit
 

Nýjast