Guðbjörg Ringsted í 30 ár

Guðbjörg Ringsted opnar yfirlitssýningu á verkum sínum í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri á laugardaginn.

Guðbjörg útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1982  og vann við kennslu og gerð grafíkmynda og teikninga í nokkur ár. Árið 2007 sneri hún sér að málverkinu og hefur viðfangsefni Guðbjargar síðustu ár verið íslensku útsaumsmynstrin af þjóðbúningi kvenna þar sem mynstrin öðlast sitt eigið líf.

Sýningin stendur til 1. september.

Nýjast