Carbon Iceland sækir formlega um lóð á Bakka fyrir lofthreinsiver

Vinnsla á grænu eldsneyti úr koltvísýringu er nauðsynlegur þáttur í að berjast gegn loftslagsbreytin…
Vinnsla á grænu eldsneyti úr koltvísýringu er nauðsynlegur þáttur í að berjast gegn loftslagsbreytingum segja forsvarsmenn Carbon Iceland.

Sveitarstjórn Norðurþings tók fyrir erindi frá Carbon Iceland ehf. í vikunni varðandi úthlutun lóðar til félagsins til uppbyggingar á kolefnisföngun á iðnaðarsvæði við Bakka í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu sveitarfélagsins þann 29. október 2020.

Carbon Iceland ehf. sækir um tilvitnað landsvæði á Bakka og óskar eftir að viðræður við sveitarfélagið geti farið af stað hið fyrsta. Erindinu var vísað til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.


Athugasemdir

Nýjast