Búist við hríðarveðri og hvössu í allan dag

Sannkallað vetrarríki er á Akureyri í dag. Mynd/María Helena Tryggvadóttir.
Sannkallað vetrarríki er á Akureyri í dag. Mynd/María Helena Tryggvadóttir.

Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands gengur óveðurshvellurinn austan- og suðaustanlands niður uppúr hádegi í dag og veður skánar smám saman um vestanvert landið. Hins vegar er reiknað með hríðarveðri og hvössu norðaustanlands, austan Skagafjaðar meira og minna í allan dag.

Vaðlaheiðargöng eru lokuð vegna ófærðar og þá eru einnig Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði lokuð. Þá kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á Akureyri að mikið af fyrirspurnum um færð hér innanbæjar á Akureyri hafi borist.

"Það er EKKERT fólksbílafæri. Aðalgötur eru jeppafærar en margar íbúðargötur eru hreinlega ófærar," segir lögreglan. 


Athugasemdir

Nýjast