Brynjar Leó Íslandsmeistari í skíðagöngu

Brynjar Leó Kristinsson frá Skíðafélagi Akureyrar varð í gær Íslandsmeistari í skíðagöngu eftir harða keppni við Vadim Gusev, einnig frá SKA, en mótið fór fram í Hlíðarfjalli. Í þriðja sæti var Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ.

Í flokki 17-19 ára sigraði Gunnar Birgisson frá Ulli í karlaflokki, Sindri Freyr Kristinsson frá SKA varð annar og Kristinn Þráinn Kristjánsson SKA þriðji. 

Í kvennaflokki í flokki 17-19 ára sigraði Magnea Guðbjörnsdóttir SÓ og önnur varð Svava Jónsdóttir einnig frá SÓ.

Nýjast