Bryndís Rún valinn til þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna
29. apríl, 2010 - 16:35 Fréttir
Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, er annar tveggja sundmanna sem Sundsamband Íslands valdi til þátttöku á
Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir verða í Singapore, dagana 14.- 26. ágúst. Einnig varð Hrafn Traustason fyrir valinu. Leikarnir eru ætlaðir
fyrir ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14- 18 ára.
„Það eiga margir góðar minningar um þessa verslun,“ segir Helen Jónsdóttir en gamla góða búðin í Vaglaskógi var jöfnuð við jörðu nýverið. Allt var tekið nema hellan fékk að vera og væntir Helen þess að eitthvað verði gert á staðnum. „Vonandi verður settur upp fallegur áningarstaður þarna, með borðum og bekkjum og jafnvel skilti sem greinir frá sögu verslunarinnar.“
Gengið verður til samninga við lægstbjóðenda, Finn ehf í gerð tveggja stíga á Akureyri, Hamrastígs og Kirkjugarðsstígs, en fyrirtækið átti lægsta boð í bæði verkin.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra skora á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn eða félagi, sem hefur það að markmiði að alþjóðaflugvöllurinn sé byggður upp og kynntur sem ein af gáttum Íslands
Atvinnuveganefnd Alþingis hefur verið upplýst um grafalvarlega stöðu í rekstri PCC Bakka við Húsavík, þar sem stefnt gæti í rekstrarstöðvun undir lok sumars ef ekki tekst að snúa vörn í sókn.
Sýningar Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur,Tími – Rými – Efni, verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag 17. maí kl. 15. Á opnunardegi verður leiðsögn með Heimi kl. 15.45.
Orkey hefur fengið alþjóðlega kolefnis- og sjálfbærnivottun, ISCC EU, á lífdísilframleiðslu sína á Akureyri fyrst fyrirtækja sem framleiða lífeldsneyti hérlendis.
Það var ánægjulegt að sækja fund hjá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) síðastliðinn föstudag. Rétt rúmlega hundrað manns mættu – áhugasamir, upplýstir og málefnalegir. Þar skapaðist gott samtal um þau mál sem brenna mest á eldra fólki í dag. Ábendingar komu víða að og spurningarnar voru margar og skýrar. Það var sérstaklega áberandi að umræðan snerist ítrekað að sömu kjarnamálunum: skerðingum, lífeyrissjóðum en einnig að heilbrigðisþjónustu.