Sundkonan Bryndís Rún Hansen vann til gullverðlauna á norska meistaramótinu sl. helgi. Bryndís sigraði í 50 m baksundi á tímanum 29:22 sekúndum og þríbætti tíma sinn í greininni. Hún vann einnig bronsverðlaun er hún varð í þriðja sæti í 50 flugsundi á tímanum 27:64 sek.
Bryndís keppir fyrir hönd Bergensvommerne í Noregi sem vann þrjú gull á mótinu. Öll féllu þau í hendur Íslendinga en auk Bryndísar vann Sindri Þór Jakobsson tvenn gullverðlaun á mótinu en bæði eru þau uppalin í Sundfélaginu Óðni á Akureyri.