Borun á rannsóknarholum á sorphaugunum á Glerárdal hafin

Borun er hafin  á rannsóknarholum í sorphaugnunum á Glerárdal. Með samningi við Akureyrarbæ tók Norðurorka að sér að rannsaka mögulegt magn af hauggasi með það fyrir augum að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um hvort á svæðinu sé vinnanlegt magn af hauggasi til metangasvinnslu.  

Í framhaldinu gerði Norðurorka samninga við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um borun á rannsóknarholum og við verkfræðiskrifstofuna Mannvit um ráðgjöf, mælingar og skýrslugerð um hauganna sem mögulegt vinnslusvæði gass. Bormenn frá Ræktunarsambandinu settu borinn upp á mánudagsmorgun og hófust þegar handa við borun. 

Nýjast