Fundurinn á Sauðárkróki verður í Húsi Frítamans á morgun þriðjudag og í sal Brekkuskóla á Akureyri miðvikudaginn 6. október, kl. 20:00. Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda á hverjum stað, setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu" eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur.
Fundir hafa verið haldnir í Árborg, á Ísafirði og í Reykjanesbæ og framundan eru fundir á eftirtöldum stöðum til viðbótar: Grundarfirði 12. október, Fljótsdalshéraði 19. október, Borgarbyggð 21. október, Vestmannaeyjum 26. október, Höfn í Hornafirði 28. október og í Reykjavík 3. nóvember.