13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Bolla, bolla, bolla!
,,Bolludagurinn er einfaldlega besti dagur ársins og það með yfirburðum" Þetta eru orð sem einn af viðmælendum okkar lét falla í morgun þegar farið var á stjá til þess að leita uppi fólk sem væri að gæða sér á bollum. ,,Ég vil bara þessar gömlu góðu eins og hjá mömmu í denn, vatnsdeigs, með jaðarberjasultu (sakna Flórusultu enn i dag) rjóma og súkkulaðiglassúr sem klístrast út á kinnar."
Aðspurður sagðist þessi galvaski bolluaðdáandi að hann hefði ekki hugmynd um það hve margar bollur hann ætlaði að gæða sér á í dag eða ,, hver ætti að telja þær?
Það getur verið nokkuð snúið að gæða sér á bollu án þess að hún fari út um allt andlit og fingur en því að hafa áhyggjur af slíku þegar svona góðgæti er i boði?
Annars er talið bolluát hafi borist hingað til lands fyrir dönsk eða jafnvel norsk áhrif undir lok 19 aldar. Liklega vegna komu bakara frá þessum löndum til Íslands. Flengingar ásamt herópinu sem vitnað er i í fyrirsögn fylgdu með.
Landsmenn sem munu ef að líkum lætur sporðrenna einhverjum hundruðuðum þúsunda af bollum af öllum gerðum í dag, og á morgun er það saltkjötið og blessaðar baunirnar!
Ljóst er að svona fat kallar fram ánægjuglott hjá mörgum í dag.