Bolla, bolla, bolla!

Í huga margra er það hrein nautn að bíta í góða bollu, Steingrímur Magnússon sölu-, hesta- og söngma…
Í huga margra er það hrein nautn að bíta í góða bollu, Steingrímur Magnússon sölu-, hesta- og söngmaður er greinilega í þeim flokki. Mynd RBJ

,,Bolludagurinn er einfaldlega besti dagur ársins og það með yfirburðum"   Þetta eru orð sem einn af viðmælendum okkar lét  falla í morgun þegar farið var á stjá til þess að leita uppi  fólk sem væri að gæða sér á bollum.  ,,Ég vil bara  þessar gömlu góðu eins og hjá mömmu í denn, vatnsdeigs, með jaðarberjasultu (sakna Flórusultu enn i dag) rjóma  og súkkulaðiglassúr sem klístrast út á kinnar." 

Aðspurður sagðist þessi galvaski bolluaðdáandi að hann hefði ekki hugmynd um það hve margar  bollur hann ætlaði að gæða sér á í dag eða ,, hver ætti að telja þær?   

Það getur verið nokkuð snúið að gæða sér á bollu án þess að hún fari út um allt andlit  og  fingur en því að hafa áhyggjur af slíku þegar svona góðgæti er i boði?

Annars er talið bollu­át hafi borist hingað til lands fyr­ir dönsk eða jafnvel norsk áhrif  undir lok 19 aldar.   Liklega vegna komu bakara  frá þessum löndum til Íslands.  Flengingar ásamt herópinu  sem vitnað er i í fyrirsögn fylgdu með.

Landsmenn sem munu ef að líkum lætur sporðrenna einhverjum hundruðuðum þúsunda af bollum af öllum gerðum  í dag, og á morgun er það  saltkjötið og blessaðar baunirnar!

   Ljóst er að svona fat kallar fram  ánægjuglott  hjá mörgum í dag.


Athugasemdir

Nýjast