Bjarni gæti verið kallaður inn í landsliðið á HM

Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, á enn möguleika á því að leika með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð þrátt fyrir að vera ekki í 19 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara.

 

Sextán leikmenn verða valdir til að fara á HM en eftir riðlakeppnina verður hægt að skipta út tveimur leikmönnum. Þá koma aðeins til greina þeir sem eru á 28 manna listanum sem var tilkynntur fyrr í mánuðinum og er Bjarni á þeim lista. Einnig eru Akureyringarnir Arnór Þór Gunnarsson, sem leikur með TV Bittenfeld í Þýskalandi og Atli Ævar Ingólfsson leikmaður HK, á listanum.

 

Eins og við greindum frá í gær eru þeir Oddur Gretarsson og Sveinbjörn Pétursson leikmenn Akureyrar í 19 manna hópi Guðmundar. Það gætu því mögulega þrír leikmenn Akureyrar Handboltafélags komið við sögu á HM í Svíþjóð.

Nýjast