16. janúar, 2011 - 15:01
Fréttir
Blakkonan Birna Baldursdóttir var valin íþróttamaður ársins hjá KA árið 2010 í síðbúinni
afmælisveislu hjá félaginu í KA-heimilinu í dag. Birna er vel að titlinum komin. Hún hefur verið lykilmaður í kvennaliði KA
í blaki undanfarin ár, auk þess að vera í landsliði Íslands þar sem hún hefur leikið 37 landsleiki.
Þá varð Birna einnig stigameistari og Íslandsmeistari í strandblaki sl. sumar. Síðast en ekki síst er Birna nýkjörinn blakkona
ársins 2010 af Blaksambandi Íslands.
Ofan á þetta má bæta við að Birna er einnig landsliðskona í íshokkí og ein af lykilmönnum í liði SA
Valkyrja.