Bikarúrslit BLÍ hefjast í dag

Bikarúrslit BLÍ verða haldin um helgina í Laugardalshöllinni þar sem keppt verður í karla-og kvennaflokki í Bridgestonebikarnum og fara undanúrslitaleikirnir fram í dag.

Í karlaflokki mæta ríkjandi bikarmeistarar í KA liði Þróttar Reykjavík og HK og Stjarnan. Í kvennaflokki mætast annarsvegar KA og Þróttur N. og hins vegar HK og Ýmir.

Konurnar hefja leik kl. 12:00 en keppni í karlaflokki hefst kl. 16:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á morgun, sunndag, og hefst kvennaleikurinn kl. 13:30 en karlaleikurinn kl. 15:00.

Nýjast