„Bíðum spenntir eftir leiknum”

Fjórða umferð 1. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í kvöld með fimm leikjum þar sem Þór og KA verða í eldlínunni. Á Þórsvelli tekur Þór á móti Víkingi R., en KA sækir botnlið Njarðvíkur heim á Njarðtaksvöllinn. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:00. Erfitt verkefni bíður Þórs í kvöld þar sem Víkingur hefur farið vel af stað í deildinni og er í öðru sæti með sjö stig, þremur stigum meira en Þór sem situr í sjötta sæti. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, á von á jöfnum leik á Þórsvelli í kvöld. 

„Þetta verður örugglega spurning um eitt mark öðru hvoru megin og við bíðum bara spenntir eftir leiknum,” segir Lárus, en lengra viðtal við Lárus Orra má lesa í nýjasta tölublaði Vikudags.

Aðrir leikir kvöldsins í 1. deildinni eru:

Fjölnir- Þróttur R.

HK- ÍR

Leiknir R.- ÍA

Nýjast