„Ég er alveg ótrúlega ánægð og átti svo alls ekki von á þessu,” segir fitnessdrottningin Kristín Kristjánsdóttir, sem náði frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í fitness sem fram fór í Tyrklandi á dögunum. Kristín keppti í flokki 35 ára og eldri og hafnaði í fimmta sæti.
Alls voru 22 keppendur í hennar flokki en að jafnaði eru um 300 keppendur frá 40-60 löndum á heimsmeistaramótunum. Fyrstu sex sætin eru verðlaunasæti og er árangur Kristínar sá besti sem Íslendingur hefur náð á líkamsræktarmóti erlendis. Flestir keppendurnir í flokki Kristínar voru sigurvegarar í sínu landi sem gerir árangur hennar enn glæsilegri.
Nánar er rætt við Kristínu í Vikudegi á morgun.