23. mars, 2011 - 21:33
Fréttir
Benedikt Pálsson leikmaður Þórs var eðlilega svekktur í leikslok í spjalli við Vikudag þegar ljóst var að úrvalsdeildar
draumurinn væri úr sögunni eftir tap norðanmanna gegn Val í oddaleik í kvöld, 74:96, í Höllinni á Akureyri. Benedikt segir lítið
hafa fallið með liðinu í kvöld og miklu hafi munað um Calvin Wooten í liði Vals, sem var magnaður í leiknum og skoraði 32 stig.
„Við vorum gríðarlega óheppnir. Ég vil nú ekki meina að betra liðið hafi endilega unnið í kvöld. Það gekk
hreinlega ekkert upp hjá okkur í leiknum," sagði Benedikt eftir leik.
„Skotnýtingin var slæm og Calvin Wooten hjá Val var alveg frábær og það
var erfitt að eiga við hann. Við vissum það líka að ef við myndum fá yfir 80-90 stig á okkur að þá yrði þetta
svakalega erfitt.
Við sýndum samt karakter með að koma til baka en það var ekki nóg. Þetta var gríðarlega svekkjandi og það hefði verið
gaman að fara upp í úrvalsdeildina, en svona er þetta,” sagði Benedikt.
Frekari viðtöl og umfjöllun um leikinn verða á íþróttasíðum Vikudags sem kemur út á morgun.