22. júní, 2010 - 15:42
Fréttir
Mikil mildi verður það að teljast að vélamaðurinn sem var að vinna á Komatsu beltagröfu frá jarðvinnuverktakanum Árna Helgasyni
í Ólafsfirði slapp ómeiddur þegar grafan hans valt fram af um 2-3 metra hárri klettabrún við þjóðveginn rétt sunnan við
Kristnes í Eyjafirði um hádegisbilið í dag. Gröfumaðurinn var að vinna á gröfunni ofan á klettasillu þar sem verið er
að breikka veginn þegar grafann rann á hlið niður og fram af brúninni. Gröfumaðurinn náði að stökkva út úr gröfunni en
grafan sneri þannig að húsið á henni vísaði ekki fram á brúnina heldur upp í hlíðina. Nú síðdegis var
verið að vinna í því að rétta beltagröfuna við, ná henni af slysstað og kanna skemmdir.