20. janúar, 2011 - 21:42
Fréttir
Banaslys varð um klukkan 17:10 í dag rétt sunnan við bæinn Litla-Hvamm við Eyjafjarðarbraut vestri í Eyjafjarðarsveit skammt sunnan Akureyrar.
Karlmaður sem var að skokka á veginum varð fyrir fólksbifreið og lést. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið og ekki er hægt að
veita frekari upplýsingar að svo stöddu.