04. október, 2010 - 14:23
Fréttir
Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var lagt fram erindi frá Garðyrkjufélagi Íslands þar sem það óskar eftir að veita
Akureyrarkaupstað vefjaræktað eintak af elsta innflutta garðatrénu á Íslandi sem enn lifir. Um er að ræða Silfurreyni (Sorbus intermedia).
Óskað er eftir að Akureyrarkaupstaður veiti trénu viðtöku með viðeigandi hætti og gróðursetji á stað þar sem
það gæti notið sín og minnt á sögu ræktunarmenningar í landinu. Framkvæmdaráð þakkaði gjöfina og samþykkti
að velja trénu stað í garði gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri.